Persónuleg þjónusta
Stína Sigga leggur sig fram við að hugsa vel um sína viðskiptavini.
Stína Sigga leggur sig fram við að hugsa vel um sína viðskiptavini.
Pantanir eru sendar með Íslandspósti og er sendingargjald innifalið í verði.
Gæði eru í fyrirrúmi í öllum verkum og vörum frá Stínu Siggu.
Sum verkin geyma sína sögu sem listunnandinn og hans nánustu geta notið.
Stína Sigga málar mest með akríl og er óhrædd við að nota djarfa og skæra liti. Málverkin nýtur hún síðan á ýmsa vegu, en handgerðu púðarnir hennar hafa vakið mikla lukku.
Sterkar persónur prýða púðana og fylgir sumum púðunum ljóð.
Ég féll fyrir málaralistinni frekar seint á lífsleiðinni en ég hef varla sett pensilinn niður eftir að listagyðjan kallaði á mig.
Ég hef unnið með bæði kol og vatnsliti en í dag á akríll hug minn allan. Heimili mitt í Borgarfirðinum er vinnustofan mín. Þar finn ég ró og frið og sæki innblástur úr dásamlegri náttúru allt um kring.