Listamaðurinn Kristín Sigríður Þórarinsdóttir

Ég hef alltaf haft áhuga á myndlist og hef lagt það i vana minn að sækja söfn víða um heim. Margir listamenn sögunnar hafa heillað mig og eru margir í miklu uppáhaldi. Oft hef ég hugsað, að gaman væri að skoða þessa veröld betur, skilja myndlist, gæði hennar og eiginleika.

Það hafði ekki hvarflað að mér að ég færi að mála, en svona gerast hlutirnir svo oft í lífinu. Allt í einu dettur maður inn um aðrar dyr og fær nýja sýn á veröldina, alveg dásamlegt!

Ég kynntist listakonu sem var lengi í Bretlandi og nam þar listfræði og hef sótt einkatíma hjá henni í mörg ár, bæði í listasögu og málaratækni. Fyrst byrjaði ég að vinna með kol, svo tóku vatnslitirnir við, en í dag á akríl best við mig.

Það hvílir hugann að hlusta á góða tónlist, blúsarinn KK og gömlu meistararnir eins og Jimmy Reed, Magic Slim, smella þeim á fóninn, mála og tengjast inn í annan heim.

Loks er ég farin að læra að bakka frá myndinni þegar ég mála, horfa vel, spá i litina og skapa kannski sögu i kringum sumar myndirnar. Heimur málaralistarinnar er einstakur því hann er alltaf nýr í sínum fjölbreytileika.

KOMDU Í HEIMSÓKN

Stína Sigga tekur á móti litlum hópum á vinnustofu sinni í Borgarfirði. Ósnortin náttúra, kraftmikil listaverk – ógleymanleg stund sem kveikir í sköpunarkraftinum.

© Höfundaréttur - Stína Sigga Art