Komdu í heimsókn – sérsniðin heimsókn að þínum þörfum
Ég tek á móti hópum og einstaklingum á vinnustofu minni og heimili í Borgarfirði. Ég get tekið að hámarki á móti tíu manns í einu þar sem við fáum okkur smá snarl, spjöllum um listina og ég sýni verkin mín í óviðjafnanlegri náttúrunni.
Það er ávallt glens og gaman í þessum heimsóknum en hver heimsókn tekur um það bil 2 klukkustundir.
Hafðu samband í síma 896 1135 eða í gegnum formið hér við hliðina.